19. þáttur

Lögreglumerki
Málfarslögreglan
19. þáttur
Loading
/

Einhvers konar tilraun til endurlífgunar á hlaðvarpi Málfarslögreglunnar. Það var samt aldrei dautt – bara í góðri pásu. Hér er fjallað um rafskútur og muninn á svakalegum og svaðalegum. Pælt í húsanöfnum og mannanöfnum. Og stútfullur íþróttapakki.

18. þáttur

Lögreglumerki
Málfarslögreglan
18. þáttur
Loading
/

Málfarslögreglan kastar áramótasprengju inn í nýja árið og stingur upp á nýjum eða gömlum daganöfnum, svarar bréfum frá hlustendum og segir frá úrslitum kosninga um orð ársins 2020.

17. þáttur

Lögreglumerki
Málfarslögreglan
17. þáttur
Loading
/

Málfarslögreglan snýr aftur úr löngu og góðu Covid-fríi, skoðar nýyrði og gömul orð sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga úr Kófinu, gefur Virkum í athugasemdum góð ráð og svarar bréfum frá hlustendum.

16. þáttur

Lögreglumerki
Málfarslögreglan
16. þáttur
Loading
/

Málfarslögreglan varpar áramótasprengjum og leggur til viðamiklar breytingar á tungumálinu. Virkir í athugasemdum og fjölmiðlamenn fá ókeypis íslenskukennslu. Orð ársins 2019 verður afhjúpað.

15. þáttur

Lögreglumerki
Málfarslögreglan
15. þáttur
Loading
/

Málfarslögreglan snýr aftur úr nokkuð góðu sumarfríi, hrósar stórfyrirtæki í þættinum, veltir fyrir sér mismunandi áhrifum orða og málfátækt, skoðar óþolandi orð og blæs til kosninga um orð ársins.

Hvenær fá orð þegnrétt í íslensku?
Eru öll orð jafn rétthá?
Hvað er málfátækt?
Hvert verður orð ársins 2019?

Svör við þessum og fleiri spurningum leynast í fimmtánda þætti.

14. þáttur

Lögreglumerki
Málfarslögreglan
14. þáttur
Loading
/

Í þetta sinn veltir Málfarslögreglan fyrir sér yfirvofandi viðburðum, pælir í eignarhaldi og svarar bréfum frá hlustendum.

Geta jákvæðir og skemmtilegir hlutir verið yfirvofandi? Er hægt að eiga alla skapaða hluti? Hvort á að prófa eða prufa?

Svör við þessum og fleiri spurningum má finna í fjórtánda þætti.

13. þáttur

Lögreglumerki
Málfarslögreglan
13. þáttur
Loading
/

Málfarslögreglan gefur fjölmiðlamönnum nokkrar athugasemdir, fjallar um sameiningu greinarmerkja og jarðar nokkur ofnotuð orð.

Hvað þýðir að vera kýrskýr‽ Hvað er Interrobang‽ Má ekki draga úr notkun einhverra ofnotaðra orða‽

Svör við þessum spurningum leynast í þrettánda þætti.

12. þáttur

Lögreglumerki
Málfarslögreglan
12. þáttur
Loading
/

Loforða- og yfirlýsingaglöð málfarslögregla snýr aftur úr góðu hlaðvarpsfríi, veltir fyrir sér mismunandi tilefnum, talar um tölur og afhjúpar orð ársins 2018. Hvort á að segja að eða af tilefni? Hvers konar ritháttur á tölum fer í taugarnar á Málfarslögreglunni? Og hvert er orð ársins 2018. Svör við öllum þessum spurningum leynast í tólfta þætti.

11. þáttur

Lögreglumerki
Málfarslögreglan
11. þáttur



Loading





/

Í ellefta þætti svarar Málfarslögreglan bréfum frá hlustendum, veltir fyrir sér stafrænum tungumáladauða, einkaleyfum á orðum og gefur virkum í athugasemdum og fjölmiðlamönnum góð ráð.

10. þáttur

Lögreglumerki
Málfarslögreglan
10. þáttur



Loading





/

Hér hefst önnur þáttaröð. Málfarslögreglan veltir fyrir sér nýjum íslenskum orðtökum og afhjúpar orð ársins. Virkir í athugasemdum fá skyndikennslu í stafsetningu. Hvað þýðir að kasta inn handklæðinu? Svar við því fæst í þessum þætti.