Málfarslögreglan Veltir Fyrir Sér Stórum Og Litlum Stöfum Í Upphafi Orða, hugleiðir jólatengt orðalag og segir frá valinu á orði ársins 2017. Hlustendur fá loks tungubrjót til að japla á yfir jólin.
Podcast: Málfarslögreglan
8. þáttur
Málfarslögreglan pælir í hvað gerist ef við tökum upp númer í stað nafna, reynir að koma í veg fyrir forheimskun virkra í athugasemdum og blæs til kosninga.
7. þáttur
Málfarslögreglan veltir fyrir sér dauða íslenskunnar og hvað það þýðir að lesa sér til gagns. Einnig veltir hún fyrir sér sjaldgæfu orði og spáir í veðrið.
6. þáttur
Málfarslögreglan veltir fyrir sér kristnum trúarathöfnum og muninum á skírn og nafngjöfum. Einnig verður rætt um íslensk blótsyrði. Hvernig er hægt að blóta á íslensku? Hér koma því bæði himnaríki og helvíti við sögu.
5. þáttur
Málfarslögreglan kynnir nýtt, alþjóðlegt og markaðsvænt nafn og fjallar um enskuvæðingu á Íslandi. Að auki vill hún ekki eiga góðan dag og kynnir til sögunnar nýjan dagskrárlið í þeirri viðleitni að bæta málkunnáttu virkra í athugasemdum.
3. þáttur
Málfarslögreglan er í kaup- og verslunarhugleiðingum í dag og veltir fyrir sér opnunar- og afgreiðslutímum.
1. þáttur
Í fyrsta þætti les málfarslögreglan litla stefnuskrá sem gefur tóninn fyrir það sem fjallað verður um í komandi þáttum.